SKILMÁLAR

Afbókunarskilmálar einstaklingar:

Afbókun á herbergi skal vera skrifleg í tölvupósti info@magmahotel.is

 • Afbókun gerð innan við 48 klukkustunda fyrir klukkan 16:00 á komudegi: 100% afbókunargjald verður rukkuð af fyrstu nótt

 • 100% afbókunargjald verður rukkað ef gestur mætir ekki (No Show)

Hótel reglur:

 • Innskráning er frá klukkan 16:00 – 21:00

 • Útskráning er til klukkan 11:00 á brottfarardegi.

  • Ef gestur skráir sig eftir klukkan 11:00, þarf að greiða aukgjald.

 • Gestir skulu fara eftir öllum reglum, og leiðbeiningum á hótelinu,

 • Hótelið hefur rétt til að synja gesti um gistingu eða krefjast þess að gestur yfirgefi hótelið ef óeðlileg hegðun á sér stað, hvort sem hegðunin er ógnandi eða móðgandi, veldur öðrum gestum röskun eða er á annan hátt óviðunandi.

 • Reykingar í herbergjum eru stranglega bannaðar og hafa í för með sér 25.000 kr. sekt.

 • Reykingar á sólpalli herbergja, nálægt herbergjagluggum og við móttöku hótelsins eru bannaðar.

 • Matreiðsla inni á herbergjum og á svæði hótelsins er stranglega bönnuð og mun leiða til sektar.

 • Magma hótel áskilur sér þann rétt til að taka frá upphæð tímabundið af greiðslukortinu þínu fyrir eða við komu.

Gjafabréf 

 • Gildistími almennra gjafabréfa sem greitt hefur verið fyrir eru 36 mánuðir frá útgáfudegi nema að annað komi fram á gjafabréfi. 

 • Gildistími tilboðs gjafabréfa er samkvæmt skilmálum viðkomandi tilboðs. 

 • Ef handhafi tilboðs gjafabréfs hefur ekki tök á að nýta gjafabréfið innan gildistíma tilboðs má nýta þá upphæð sem greidd var sannarlega fyrir bréfið sem innágreiðslu fyrir gistingu innan 36 mánaða frá útgáfudegi.  

 • Gjafabréfið má nota af hverjum sem er nema að annað komi fram á gjafabréfi.

 • Ekki er hægt að fá gjafabréf endurgreidd.

 • Afbókunarskilmálar gjafabréfa fylgja almennum afbókunarskilmálum hótelsins. 

 • Til að nýta gjafabréf vinsamlegast hafið samband í síma 420-0800 eða með tölvupósti á info@magmahotel.is

Ófyrirséðar aðstæður:

Magma Hotel ber enga ábyrgð og getur ekki borið ábyrgð á tjóni, slysi, meiðslum, veikindum eða aflýsingum vegna veðurs, verkfalls, náttúruhamfara eða annarra orsaka sem er ekki undir stjórn Magma Hotel.

Annað:

 • Ungbarnarúm er í boði án aukagjalds og þarf að panta fyrirfram

 • Hundar eru leyfðir með ákveðnum skilyrðum. Hafðu samband við okkur í síma 420 0800 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið; info@magamhotel.is ef þú hefur áhuga á að taka hundinn þinn með.

 • Ef hótelið, af einhverjum ástæðum, getur ekki veitt gestum umsamin herbergi munum við bjóða herbergi af sömu eða meiri gæðum, án aukagjalds. Breytingar verða aðeins gerðar í samráði við viðskiptavininn.

Reglur varðandi hunda á Magma hóteli 
Hundar er velkomnir á hótelið en dvöl þeirra fylgir líka ábyrgð sem við viljum geta treyst eigendum fyrir. Mikilvægt er að eigendur hunda fylgi reglum og það er alfarið á þeirra ábyrgð að tryggja að fjórfætti fjölskylduvinurinn valdi ekki öðrum gestum ónæði eða skemmdum á munum hótelsins. Eftirfarandi skal hafa í huga ef fyrirhugað er að dvelja með hund á hótelinu:
 

 • Taka skal fram við bókun að hundur fylgi, hámark 2 hundar á herbergi.

 • Við innritun er greitt 3.000kr. þjónustugjald fyrir dvöl.  

 • Hundur skal ávallt vera í taumi á hótelsvæðinu.

 • Ekki má skilja hunda eftir eina inni á herbergi nema í búri.   

 • Aldrei má yfirgefa hóteliðsvæðið og skilja hunda eftir eina inn á herbergi.

 • Stranglega bannað er að leyfa hundum að fara upp í rúm eða upp í sófa á hótel herbergjum.

 • Eigendur bera fulla ábyrgð á því að þrífa upp skít sem og önnur óhreinindi eftir hunda.

 • Skemmdir eða möguleg meiðsl á fólki af völdum hunds er alfarið á ábyrgð eigenda. 

 • Hótelið hefur rétt til að krefjast þess að gestur ásamt hundi yfirgefi hótelið ef eigandi hunds fylgir ekki reglum eða ef ónæði verður af hundinum.  

Magma Hotel

Tunga, 881 - Kirkjubæjarklaustur

 Tel: +354 420 0800

Email: Info@magmahotel.is

Coordinates: 63.7847° N, 18.0150° W