MAGMA TILBOÐ 2021
Því miður eru engin tilboð í gangi núna
Þó að við séum ekki með nein sértilboð í gangi núna þá er þó hægt að bóka dvöl hjá okkur.
Endilega skoðaðu framboð á gistingu og verð:
Um Magma hótel
Magma hótel og Bistro 1783 er staðsett í Landbroti, um 3 kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Við bjóðum upp á 25 rúmgóð herbergi í nútímalegum stíl. Útsýnið frá herbergjunum er magnað, þar sem horft er yfir stórbrotið umhverfi í kringum hótelið: vatn, hraun, fjöll og jökla.
Hótelið tók á móti sínum fyrstu gestum sumarið 2017 og hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Það er óhætt að segja að Magma hótel sé á topp 10 yfir bestu hótel Íslands, sé tekið mið af endurgjöfum viðskiptavina á TripAdvisor og Booking.com.
Herbergin
Herbergin eru björt, falleg og rúmgóð með sér klósetti og sturtu. Úr öllum herbergjum er utangengt út á pall þar sem gestir geta notið útsýnis. Herbergin eru vel útbúin og í þeim er meðal annars að finna þráðlaust net, 49”-55“ sjónvarp með aðgangi að Netflix, bluetooth hátalara og te og kaffi aðstöðu með Nespresso kaffivél og ísskáp.
- Tveggja manna herbergi: 27 fermetrar að stærð. Tvíbreitt rúm eða tvö stök rúm.
- Deluxe tveggja manna herbergi: 34 fermetrar að stærð. Tvíbreitt rúm.
- Fjölskylduherbergi: 34 fermetrar að stærð. Tvíbreitt rúm og 2ja manna svefnsófi. Í nokkrum fjölskylduherbergjum er einnig auka rúm.
Nýttu Ferðagjöfina* hjá okkur
Gestir Magma Hótel og Bistro 1783 geta auðveldlega nýtt sér Ferðagjöfina. Ef þú vilt nýta hana fyrir gistingu, taktu þá fram í bókunarferlinu að þú ætlir að nýta hana og hversu margar Ferðagjafir um er að ræða. Við munum svo ganga frá þessu þegar þú kemur til okkar. Það sama gildir um mat og drykki á Bistro 1783, við göngum í málið á staðnum.
*Allir einstaklingar með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr, fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Náðu í Ferðagjöfina þína hér.
Veitingastaðurinn – Bistro
Veitingastaður Magma hótels, Bistro 1783 er skírður eftir árinu er gosið í Lakagígum hófst. Útsýnið frá veitingastaðnum er einstakt og höfum við lagt áherslu á að skapa þægilega og afslappaða stemmningu. Matseðillinn er ekki stór en við mætum þörfum allra með sveigjanleika og þjónustulund. Það sem við bjóðum upp á er gert úr fersku gæðahráefni og lögð er áhersla á að sem mest komi frá nærumhverfi hótelsins.
Yfir daginn getur þú komið við á veitingastaðnum og slakað á, lesið tímarit, spilað spil eða bara notið útsýnisins með drykk við hönd. Te og kaffi er ávallt frítt og verð á öðrum drykkjum er stillt í hóf.
Veitingarstaðurinn er opinn föstudags- og laugardagskvöld í febrúar, mars og apríl 2021. Alla daga vikunnar frá 1. maí 2021.
Gjafabréf
Gjafabréf Magma hótel er tilvalin gjöf fyrir hvaða tilefni sem er. Hafið samband við okkur og við útbúum gjafabréf sniðið að þínum þörfum. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband í síma 420-0800 eða með tölvupósti á info@magmahotel.is
COVID-19 okkar viðbrögð
Við á Magma Hótel munum í vetur aðlaga okkur að ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda og bregðast við þeim á viðeigandi hátt hverju sinni. Á hótelinu eru eingöngu 25 herbergi og hvert herbergi er með sér inngang sem auðveldar gestum okkar að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum.
Við hvetjum gesti til að láta okkur vita ef þeir vilja tryggja sóttvarnir umfram það sem er í gildi á hverjum tíma. Við getum þá hagað okkar þjónustu í samræmi við það.
Til að tryggja öryggi okkar gesta sem best, munum við meðal annars bregðast við með eftirfarandi hætti ef nýgengi smita hér á landi fer yfir 20 á hverja 100.000 íbúa.
-
Morgunmatur fyrir hótelgesti verður framreiddur út úr eldhúsi í stað hlaðborðs og því verður framboð einfaldað. Nálægðartakmörkunum verður fylgt og gestum verður úthlutaður tími fyrir morgunverð.
-
Bistro 1783 verður opið frá 18:00 – 23:00 en eldhúsi er lokað kl 22:00. Fjöldi gesta takmarkast af nálægðartakmörkunum og því má gera ráð fyrir að gestir geti ekki í öllum tilfellum fengið borð á þeim tíma sem óskað er eftir.
Við vonum að gestir sýni þessum aðstæðum skilning og munum að við erum öll almannavarnir.
Afþreying í næsta nágrenni í vetur
Fjöldi afþreyingarmöguleika er við Kirkjubæjarklaustur og nærumhverfi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það eru íshellaferðir, gönguferðir, gönguskíði, hjólaferðir, snjósleðaferðir eða sund.
Frekari upplýsingar má finna hér.
Frá hótelinu má meðal annars heimsækja eftirfarandi staði:
Fjaðrárgljúfur
Jökulsárlón
Skaftafell
Vatnajökull
Lakagígar
Eldhraun
Vík í Mýrdal
Fyrirtæki og Hópar
Viltu bjóða þínum hóp upp á einstaka upplifun í vetur? Heyrðu þá í okkur við setjum saman tilboð fyrir þig. Við getum einnig aðstoðað þig við að skipuleggja ferðina til okkar með akstri og afþreyingu.
Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 420-0800 eða sendið okkur póst á info@magmahotel.is